Um Kelduna
Keldan og Kóði
Keldan var stofnuð haustið 2009 en Kóði ehf. keypti rekstur hennar árið 2013.
Kóði stendur að baki KODIAK viðskiptakerfanna, Hluthafaskrá.is, IPO.is og Live Market Data ásamt því að reka Kelduna.
Vöruframboð Kóða er sífellt að aukast en áherslan er alltaf á að gera fjármálakerfið skilvirkara.
Vörur frá Keldunni
Keldan á og rekur Keldan App Premium þar sem notandi getur keypt áskrift og fengið rauntímagögn, og Vaktarinn.is, sem er greiningartól sem býður upp á vöktun og greiningu á þeim leitarorðum sem notandi kýs að vakta.
Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri
Keldan, í samstarfi við Viðskiptablaðið, tekur saman lista á hverju rekstrarári yfir þau fyrirtæki sem teljast til fyrirmyndar í rekstri.
Listinn hefur verið tekinn saman síðan árið 2017 og hafa mörg hundruð fyrirtækja hlotið viðurkenninguna.
Merki Keldunnar
Hér fæst merki Keldunnar í vektor grafík fyrir prent og PNG fyrir skjámiðla. Sjá einnig um notkun merkisins í hönnunarstaðli Keldunnar.
Hönnunarstaðall Keldunnar