
RSS fréttasöfnun og birting
Keldan setur upp RSS fréttasafnara fyrir áskrifendur að tilkynningaþjónustu Keldunnar. Safnarinn sækir almennar fréttatilkynningar beint af vefsíðum fyrirtækja og birtir þær á Keldunni. Áskrifendur fá einnig aðgang að tilkynningakerfinu þar sem þeir geta séð upplýsingar um söfnun og birtingu. Í tilkynningakerfinu geta áskrifendur einnig tekið fréttir, sem hafa farið á Kelduna í gegnum RSS straum, úr birtingu.
Verð: 29.000 kr. á mánuði án vsk.
Innifalinn er aðgangur fyrir tvo notendur að tilkynningakerfi Keldunnar.

Frumbirting fréttatilkynninga
Með tilkynningakerfi Keldunnar geta sérfræðingar í samskiptum skrifað fréttatilkynningar og valið um dreifileiðir auk þess að birta á forsíðu Keldunnar.
Verð kynnt síðar.

Kauphallartilkynningar
Útgefendur skráðra verðbréfa geta fljótlega notað tilkynningakerfi Keldunnar til þess að senda kauphallartilkynningar. Kerfið mun uppfylla þær kröfur sem NASDAQ Iceland og Fjármálaeftirlit Seðlabankans gera til birtingar á tilkynningum sem í daglegu tali eru kallaðar kauphallartilkynningar.
Verð kynnt síðar.
Áskrift að Keldan tilkynningar
Hafðu samband til að koma í áskrift, en einnig getur þú sent fyrirspurn hafir þú einhverjar spurningar.
Keldan tilkynningar
- RSS fréttasöfnun og birting
- 29.000 kr.
- Frumbirting fréttatilkynninga
- Kemur síðar
- Kauphallartilkynningar
- Kemur síðar
Athugið, verðin eru án VSK.