Áreiðanleikakannanir

Hvíla á þér skyldur um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka?
Keldan og Hluthafaskrá.is halda úti einföldu og skilvirku kerfi til að framkvæma áreiðanleikakannanir sem gefur góða yfirsýn á viðskiptavinum, lögum samkvæmt.

Þekktu þinn viðskiptavin

KYC kerfið („Know your customer“) er ætlað til utanumhalds og framkvæmdar áreiðanleikakannana og stenst þau lög sem tilkynningarskyldir aðilar falla undir um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Kerfið gerir notendum kleift að framkvæma áreiðanleikakannanir á einfaldan hátt og öðlast góða yfirsýn á viðskiptavinum, lögaðilum og einstaklingum.

Sjá nánar inni á vef Hluthafaskrár

Innifalið í kerfinu

  • Áreiðanleikakannanir á lögaðilum og einstaklingum.
  • Áreiðanleikakannanir á erlendum aðilum.
  • Gildandi skráning sótt úr Hlutafélagaskrá ásamt raunverulegum eigendum.
  • Spurningalisti sendur út.
  • Rafræn innskráning viðskiptavina (framvísun persónuskilríkja).
  • Svör við spurningum móttekin.
  • Sjálfvirk leit í PEP lista (stjórnmálaleg tengsl).
  • Uppfletting í alþjóðlegum þvingunarlistum.
  • Skráning áhættumats handvirkt eða sjálfvirkt.
  • Skjöl hengd við hverja áreiðanleikakönnun.
  • Sjálfvirk áminning þegar ákveðinn tími er liðinn frá síðustu könnun.
  • Góð heildstæð yfirsýn á viðskiptavinum.

Vöktun á lögaðilum

Í sumum tilfellum er ástæða til að fylgjast náið með ákveðnum aðilum vegna aukinnar áhættu sem felst í viðskiptasambandinu. Á Keldunni er hægt að skrá félög í sjálfvirka vöktun og fá tilkynningu þegar nýjar niðurstöður liggja fyrir í ársreikningum, hlutafélagaskráningu eða lögbirtingum.

PEP listi - stjórnmálaleg tengsl

Keldan heldur úti íslenskum PEP lista sem er aðgengilegur tilkynningarskyldum aðilum. Á listanum eru einstaklingar sem eru eða hafa verið háttsettir í opinberri þjónustu ásamt nánustu fjölskyldu og samstarfsmönnum á síðustu 18 mánuðum.

PEP listinn er einnig aðgengilegur sem vefþjónusta sé þess óskað og skal þá hafa samband við Kelduna.

Uppfletting í PEP lista

Fá kynningu á KYC kerfinu

Hafðu samband til að fá kynningu á KYC kerfi Hluthafaskrár.

Verðskrá KYC kerfisins
Mánaðargjald
4.990 kr.

Áskrift að Keldunni er innifalin.

Framkvæmd áreiðanleikakönnun á lögaðilum + PEP uppfletting
1.190 kr.
Framkvæmd áreiðanleikakönnun á einstaklingum + PEP uppfletting
590 kr.
Uppfletting í alþjóðlegum válistum
195 kr.

Athugið, verðin eru án VSK.

Skjáskot úr KYC kerfinu

Áreiðanleikakannanir kerfi skjáskot
Áreiðanleikakannanir kerfi skjáskot
Áreiðanleikakannanir kerfi skjáskot
Áreiðanleikakannanir kerfi skjáskot
Áreiðanleikakannanir kerfi skjáskot
Áreiðanleikakannanir kerfi skjáskot
Áreiðanleikakannanir kerfi skjáskot
Áreiðanleikakannanir kerfi skjáskot
Áreiðanleikakannanir kerfi skjáskot
Áreiðanleikakannanir kerfi skjáskot
Þessi vefsíða notar vefkökur til að bæta upplifun á vefnum. Með því að heimsækja Keldan.is samþykkir þú skilmála um vefkökur.
Lesa skilmála Keldunnar