Fyrirvari
Þær skoðanir og spár sem hér birtast eru byggðar á almennum upplýsingum sem Capacent ehf. hefur undir höndum þegar greiningin er gerð. Helstu heimildir eru upplýsingar frá Kauphöllinni og vefsíðum fyrirtækja í Kauphöllinni, Reuters fréttaveitunni, auk annarra opinberra upplýsinga. Upplýsingar í greiningu þessari eru settar fram samkvæmt bestu vitund greinenda hverju sinni en þær eru háðar breytingum sem geta haft áhrif á greininguna. Capacent ábyrgst ekki áreiðanleika eða réttmæti upplýsinga sem settar eru fram í þessari greiningu.
Greining eða verðmatsgengi felur ekki í sér persónulega fjárfestingarráðgjöf í skilningi laga nr. 108/2007 né ráðleggingar af neinu tagi. Greiningunni eða verðmatsgenginu er ætlað að vera til upplýsingar og engin trygging eða ábyrgð er veitt á því að nokkrar af þeim spám eða fyrirætlunum sem lýst er í greiningu gangi eftir. Framtíðarspár og fyrirætlanir eru ávallt háðar ýmsum áhættum og óvissuþáttum sem gætu leitt til verulega breyttra niðurstaðna. Capacent ehf. vinnur greininguna sem verðmatsgengið er byggt á án skuldbindingar um að leggja fram frekari upplýsingar, uppfæra eða leiðrétta ónákvæmni sem síðar kann að koma í ljós.
Capacent ehf. eða tengdir aðilar eru með engum hætti ábyrgir fyrir hvers konar tjóni eða tapi, af hvaða tagi sem er, beint eða óbeint, sem fjárfestar og/eða hverjir þeir sem kynna sér greininguna kunna að verða fyrir með því að notast við eða nýta sér með öðrum hætti greiningu þessa eða innihald hennar. Capacent ehf., starfsmenn. stjórnarmenn og/eða aðilar tengdir Capacent ehf. kunna að eiga hagsmuna að gæta varðandi einstök verðbréf sem greiningar, verðmatsskýrslur og annað útgáfuefni Capacent ehf. lýtur að hverju sinni.
Capacent ehf. á höfundarétt á greiningunni nema annað sé sérstaklega tekið fram eða leiða má af eðli máls. Skriflegt samþykki Capacent ehf. þarf til þess að endurbirta, dreifa eða afrita greininguna.